Kóder í Búdapest

Mið, 28. Mar 2018

Síðastliðna þrjá mánuði hefur Kóder verið í samstarfi við sambærileg samtök frá Ungverjalandi sem heita Skool. Markmið samstarfsins er tvíþætt. Annars vegar snýst það um upplýsingamiðlun, það er, að samtökin deili á milli sín aðferðafræðum og læri af verkum hvors annars. Hinsvegar munum við aðlaga leiðbeinendakennsluefni frá Skool að okkar samtökum.

Skool deilir markmiðum Kóder um að auka þátttöku kvenna í tæknigeiranum, en leggur mun meiri áherslu en við á það markmið. Skool vinnur til dæmis einungis með stelpum og leggur einnig meiri áherslu á að kynna þeim fyrir tækni iðnaðinum, frekar en að bara kynna þeim fyrir forritun og upplýsingatækni.

Nú eru bara nokkrir dagar eftir af samstarfinu og höfum við þess vegna ákveðið að gefa út stutta grein um framgang þess og hvað við höfum lært af þessari reynslu.

Í lok janúar heimsóttum við Skool í höfuðstöðvar þeirra í Búdapest.

Undirbúningur leiðbeinendanna

Við lentum í Búdapest rétt fyrir miðnætti 25. janúar og hófum formleg störf þess vegna ekki fyrr en daginn eftir. Fyrsti dagurinn okkar snérist aðallega um að fjalla um hvað Skool er, aðferðafræði þeirra og hvernig þau þjálfa leiðbeinendurna sína. Þetta átti sér stað aðallega í gegnum nokkra fundi sem við héldum á skrifstofu Skool en að þeim loknum fengum við að sjá hvernig þau undirbúa leiðbeinendur sem voru síðan að fara að kenna á vinnustofu daginn eftir.

Leiðbeinendur þeirra eru nánast undantekningarlaust sjálfboðaliðar, þau fá þessa sjálfboðaliða að mestu leyti úr því fyrirtæki sem þau eru að vinna með hverju sinni. Flestir sjálfboðaliðarnir hafa ekki kennt fyrir Skool áður og því er mikilvægt fyrir þau að hittast og spjalla um hvernig maður á að bera sig á námskeiðum og hvernig best skal nálgast stelpurnar.

Námskeiðið

Daginn eftir fórum við síðan og heimsóttum dags-langa vinnusmiðju sem þau voru að halda í höfuðstöðvum EPAM í ungverjalandi. Þetta var tvímælalaust lærdómsríkasti dagurinn okkar hjá þeim. Að sjá vinnustofu, sérstaklega vinnustofu með sama kennsluefni og við kennum venjulega, vera keyrða af fólki sem við höfum aldrei áður haft samskipti við veitti okkur ekki einungis einstaka innsýn inn í faglega ferli þeirra heldur veitti okkur sérstaka innsýn inn í okkar eigin ferli og fékk okkur til þess að lýta á ákvarðanir sem við höfum tekið og verkferla sem við höfum sett í stað ekki sem sjálfagða, heldur sem skýr viðbrögð við ákveðinni þörf eða ástandi sem greinilega myndast á fleiri námskeiðum en bara okkar.

Image may contain: 5 people, people sitting and indoor

Það var merkilegt að sjá hversu mikið við áttum sameiginlegt í aðferðafræði, og að við höfum þróað sambærilega aðferðafræði í algeru einrúmi veitti okkur staðfestingu á því að við værum að taka rökrænar og góðar ákvarðanir. Það var enn meira hægt að læra af mismuninum á milli aðferðafræða okkar. Okkur tókst undir öllum kringumstæðum að rekja mismun í aðferðafræði niður að mismun í marmiðum eða nálgun samtakana á þátttakendunum.

Þegar námskeiðinu lauk settumst við niður með sjálfboðaliðum Skool og spurðum þau um hvað hvetur þau til þess að gefa vinnu sína til Skool. Ástæður þeirra voru mjög mismunandi, en oftar en ekki hafði það einhvað að gera með að gefa til baka.

 

Heimsókn til Íslands

Eftir að við heimsóttum Skool í Ungverjalandi komu þau í heimsókn til okkar í Reykjavík og gerðu samskonar úttekt á starfsemi félagsins. Við fórum saman á UTmessuna, skoðuðum bókasafnsstarfsemi okkar, fórum í Hólabrekkuskóla að skoða starfsemina þar og fórum líka yfir aðferða- og kennslufræði Kóder.

Image may contain: 6 people, people smiling, people standing

 

Eftir ferðina skrifuðu fulltrúar Kóder í verkefninu mjög ítarlega skýrslu um verkefnið og hvað Kóder ætti að læra af því.

Hægt er að lesa fulla skýrslu Kóder um verkefnið hérna: https://goo.gl/CKbzp9

Verkefnið var styrkt af EES og Norska sjóðnum. Kóder er þeim óendanlega þakklátt fyrir þann mikla stuðning sem þau hafa veitt okkur. Titill verkefnisins er „Young Women's Education in the Technology World - Hungarian-Icelandic Cooperation“

 

Pantaðu námskeið núna fyrir þinn skóla, félagsmiðstöð eða ef þú hefur sambærilegt rými til yfirráða.

Panta námskeið

Styrkja Kóder.is

Hægt er að styrkja Kóder.is með margvíslegum hætti. Ein vinnustöð samanstendur af Raspberry Pi og jaðartækjum (skjár, lyklaborð, mús, SD kort og kaplar) og kostar u.þ.b. €150 evrur (um 21 þúsund kr). Til að halda kostnaði niðri setjum við vinnustöðina saman sjálf.

Einnig er hægt að styrkja einstaka þáttakendur með fríu plássi með styrk upp á €75 evrur (um 10.000 þúsund krónur).

Hafðu samband við okkur ef þú eða fyrirtæki þitt getur hjálpað.

Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styðja við bakið á okkur ásamt fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt okkur lið.

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú vilt fá frekari upplýsingar um samtökin, námskeiðin, til að panta námskeið í þínu hverfi eða til að styrkja Kóder.is

Senda fyrirspurn

Kóder.is

Áhugi barna á tölvutækni helst ekki í hendur við framboð á námi og verð á námskeiðum í forritun fyrir krakka eru ekki viðráðanleg fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Við viljum að ungir krakkar geti sótt þetta nám án þess að þurfa að ferðast langar leiðir og greiða fyrir það háar upphæðir. Til að læra forritun er ekki þörf á dýrum vélbúnaði og með því að koma með námskeiðið í þeirra hverfi er ekki þörf fyrir samtökin að reka húsnæði.

Þú getur notað formið hér til að senda okkar póst eða sent okkur póst beint á koder [at] koder.is