Kóder krakka-pakkar

Fim, 18. Feb 2016

Kóder og Miðbæjarradíó bjóða nú upp á Kóder-krakkapakka sem hægt er að nálgast í versluninni þeirra í Ármúla 17. Í honum eru sömu hlutir og eru notaðir á Minecraft námskeiðinu, fyrir utan skjá mús og lyklaborð. Eftir Minecraft námskeiðið geta krakkar eignast sína eigin tölvu og haldið áfram að forrita í Minecraft.

 

Í krakkapakkanum er:

1 x Raspberry Pi 2 (tölva)

1 x Netkapall (2 metrar)

1 x SD minniskort (8GB)

1 x Straumbreytir (5v 12A)

3 x Vírar

1 x Ljósdíóða

1 x Viðnám (330 ohm)

 

Áður en pakkinn er keyptur er mikilvægt að athuga hvernig skjár er til á heimilinu. Ef skjárinn er ekki með HDMI inngang þarf að kaupa breytistykki.

Hægt er að kaupa krakkapakkann á vef Miðbæjarradíó og kostar hann 14.990 kr.

Pantaðu námskeið núna fyrir þinn skóla, félagsmiðstöð eða ef þú hefur sambærilegt rými til yfirráða.

Panta námskeið

Styrkja Kóder.is

Hægt er að styrkja Kóder.is með margvíslegum hætti. Ein vinnustöð samanstendur af Raspberry Pi og jaðartækjum (skjár, lyklaborð, mús, SD kort og kaplar) og kostar u.þ.b. €150 evrur (um 21 þúsund kr). Til að halda kostnaði niðri setjum við vinnustöðina saman sjálf.

Einnig er hægt að styrkja einstaka þáttakendur með fríu plássi með styrk upp á €75 evrur (um 10.000 þúsund krónur).

Hafðu samband við okkur ef þú eða fyrirtæki þitt getur hjálpað.

Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styðja við bakið á okkur ásamt fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt okkur lið.

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú vilt fá frekari upplýsingar um samtökin, námskeiðin, til að panta námskeið í þínu hverfi eða til að styrkja Kóder.is

Senda fyrirspurn

Kóder.is

Áhugi barna á tölvutækni helst ekki í hendur við framboð á námi og verð á námskeiðum í forritun fyrir krakka eru ekki viðráðanleg fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Við viljum að ungir krakkar geti sótt þetta nám án þess að þurfa að ferðast langar leiðir og greiða fyrir það háar upphæðir. Til að læra forritun er ekki þörf á dýrum vélbúnaði og með því að koma með námskeiðið í þeirra hverfi er ekki þörf fyrir samtökin að reka húsnæði.

Þú getur notað formið hér til að senda okkar póst eða sent okkur póst beint á koder [at] koder.is