Nýtt greiðslukerfi

Mán, 22. Feb 2016

Kóder hefur uppfært greiðslukerfið sitt svo að nú þarf að ganga frá greiðslu við skráningu. Eftir að skráningu á námskeið lýkur er viðkomandi sendur á örugga greiðslusíðu Kóder hjá Valitor þar sem gengið er frá greiðslunni. Þar er tekið við kreditkortum og debitkortum með tékkaábyrgðarnúmeri. Ef það kemur upp sú staða að næg skráning næst ekki degi fyrir námskeiðið eru námskeiðsgjöld endurgreidd að fullu.

Til að Kóder geti haldið námskeiðsgjöldum eins lágum og hægt er þurfum við að ná lágmarksþátttöku á námskeiðunum svo þau gangi upp. Með þessu tryggjum við að fólk hætti ekki við á síðustu stundu og þáttakan fari undir lágmarkið. Það sama gildir um biðlista sem myndast á yfirfull námskeið því foreldrar á biðlista fá stuttan fyrirvara til að gera ráðstafanir ef þau eru látin vita degi áður ef aðrir foreldrar hætta við.

Eins og er þá eru mun fleiri skráðir á námskeiðin en kemur fram á síðu námskeiðana en teljarinn á skráningunum telur núna aðeins greiddar skráningar. Þið sem eigið eftir að greiða fyrir námskeiðið vinsamlegast kíkið á póstinn ykkar og smellið á Greiðslutengilinn í póstinum sem þið fenguð til að greiða námskeiðsgjöldin.

Við vonum að þetta leggist vel í ykkur en við gerum okkur grein fyrir að það eru ekki allir með kreditkort né debitkort með tékkaábyrgðarnúmeri. Ef svo er þá biðjum við ykkur um að senda okkur svo póst á koder@koder.is svo þið getið millifært á reikning félagsins.

Pantaðu námskeið núna fyrir þinn skóla, félagsmiðstöð eða ef þú hefur sambærilegt rými til yfirráða.

Panta námskeið

Styrkja Kóder.is

Hægt er að styrkja Kóder.is með margvíslegum hætti. Ein vinnustöð samanstendur af Raspberry Pi og jaðartækjum (skjár, lyklaborð, mús, SD kort og kaplar) og kostar u.þ.b. €150 evrur (um 21 þúsund kr). Til að halda kostnaði niðri setjum við vinnustöðina saman sjálf.

Einnig er hægt að styrkja einstaka þáttakendur með fríu plássi með styrk upp á €75 evrur (um 10.000 þúsund krónur).

Hafðu samband við okkur ef þú eða fyrirtæki þitt getur hjálpað.

Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styðja við bakið á okkur ásamt fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt okkur lið.

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú vilt fá frekari upplýsingar um samtökin, námskeiðin, til að panta námskeið í þínu hverfi eða til að styrkja Kóder.is

Senda fyrirspurn

Kóder.is

Áhugi barna á tölvutækni helst ekki í hendur við framboð á námi og verð á námskeiðum í forritun fyrir krakka eru ekki viðráðanleg fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Við viljum að ungir krakkar geti sótt þetta nám án þess að þurfa að ferðast langar leiðir og greiða fyrir það háar upphæðir. Til að læra forritun er ekki þörf á dýrum vélbúnaði og með því að koma með námskeiðið í þeirra hverfi er ekki þörf fyrir samtökin að reka húsnæði.

Þú getur notað formið hér til að senda okkar póst eða sent okkur póst beint á koder [at] koder.is