Samstarf við Hólabrekkuskóla

Mið, 27. Apr 2016

Í síðustu úthlutun Sprotasjóðs fengu Kóder og Hólabrekkuskóli í Breiðholti úthlutaðan styrk fyrir innleiðingu á forritunarkennslu fyrir öll aldursstig skólans, frá 1. - 10. bekk. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur og staðfesting á því að Kóder er leiðandi afl í gerð kennsluefnis og forritunarkennslu barna á Íslandi. Hólabrekkuskóli er með mjög skýra stefnu hvað varðar tæknifærni sinna nemenda og eru að gera allveg stórkostlega hluti í að flétta bóknám við tölvutækni.

Innleiðinginn mun skiptast upp í nokkra þætti:

  • 1. - 4. bekkur // Scratch
  • 5. - 7. bekkur // Python
  • 5. - 7. bekkur // Tækjaforritun I
  • 8. - 10. bekkur // Tækjaforritun II
  • 8. - 10. bekkur // Javascript og vefforritun

Með úthlutuninni getur Hólabrekkuskóli fest kaup á 30 Raspberry Pi vinnustöðvum sem keyra allar á Linux og bjóða upp á möguleika á að kenna tækjaforritun, þ.e.a.s. samskipti við skynjara, mótora, ljósabúnað eða hvað sem þeim dettur í hug.

Hugmyndafræði Kóder er að gera allt okkar kennsluefni frjálst og aðgengilegt öllum og gera þannig kennurum kleift að innleiða það í sínum skóla. Það er mikið af ástríðufullum kennurum á Íslandi sem vilja innleiða tölvunarfræði og forritun í grunnskólum en kennsluefni er af mjög skornum skammti. Við þurfum að breyta þessu.

Það þarf að vera frjálst og uppsetningin þarf að bjóða kennurum upp á að breyta og bæta við efni með einföldum hætti. Okkar námskeið eru aðgengileg á Github síðu Kóder og getur því hver sem er haldið námskeið á eigin vegum og gert breytingar eftir eigin höfði ásamt því að deila breytingunum tilbaka svo þær nýtist öllum. Í sumar munum Kóder hanna kennsluefni í samstarfi við Hólabrekkuskóla sem hægt verður að kenna á 35 vikna tímabili, þ.e.a.s. einu skólaári, og vonandi nýta fleiri skólar sér efnið. Úthlutun Sprotasjóðs í þetta samstarf hagnast því öllum grunnskólum landsins sem vilja innleiða forritun í sínum skóla.

Þessi úthlutun staðfestir einnig að opið og frjálst kennsluefni sem er aðgengilegt fyrir alla er framtíðin. Að loka aðgengi að kennsluefni dregur úr möguleikum skólasamfélagsins við að innleiða fjölbreytt efni og við lærum ekki hvort af öðru. Þess vegna erum við hjá Kóder mjög þakklát fyrir þennan styrk því hún mun ekki aðeins nýtast Hólabrekkuskóla heldur öllum skólum sem vilja hefja tölvunarfræðikennslu strax á fyrsta skólaári.

Pantaðu námskeið núna fyrir þinn skóla, félagsmiðstöð eða ef þú hefur sambærilegt rými til yfirráða.

Panta námskeið

Styrkja Kóder.is

Hægt er að styrkja Kóder.is með margvíslegum hætti. Ein vinnustöð samanstendur af Raspberry Pi og jaðartækjum (skjár, lyklaborð, mús, SD kort og kaplar) og kostar u.þ.b. €150 evrur (um 21 þúsund kr). Til að halda kostnaði niðri setjum við vinnustöðina saman sjálf.

Einnig er hægt að styrkja einstaka þáttakendur með fríu plássi með styrk upp á €75 evrur (um 10.000 þúsund krónur).

Hafðu samband við okkur ef þú eða fyrirtæki þitt getur hjálpað.

Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styðja við bakið á okkur ásamt fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt okkur lið.

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú vilt fá frekari upplýsingar um samtökin, námskeiðin, til að panta námskeið í þínu hverfi eða til að styrkja Kóder.is

Senda fyrirspurn

Kóder.is

Áhugi barna á tölvutækni helst ekki í hendur við framboð á námi og verð á námskeiðum í forritun fyrir krakka eru ekki viðráðanleg fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Við viljum að ungir krakkar geti sótt þetta nám án þess að þurfa að ferðast langar leiðir og greiða fyrir það háar upphæðir. Til að læra forritun er ekki þörf á dýrum vélbúnaði og með því að koma með námskeiðið í þeirra hverfi er ekki þörf fyrir samtökin að reka húsnæði.

Þú getur notað formið hér til að senda okkar póst eða sent okkur póst beint á koder [at] koder.is