Námskeið

Kóder forritunarnámskeið í Vesturbæjarskóla

5. - 7. bekkur

7. Apríl 2018 - 8. Apríl 2018


Námskeið í Scratch forritun fyrir 5. - 7. bekk verður haldið frá 7. - 8. apríl næstkomandi. Scratch tólið er eitt vinsælasta verkfærið til að kenna ungum börnum grunnatriði forritunar. Þar kynnast ... meira

Minecraft forritunarnámskeið á Egilsstöðum

5. til 7. bekkur

13. Apríl 2018 - 15. Apríl 2018


Helgarnámskeið í forritun fyrir krakka í 5. - 7. bekk verður haldið í félagsmiðstöðunni á Egilsstöðum frá 13. - 15. apríl næstkomandi. Námskeiðsgjöld eru 10.000 kr. Athugið að námskeiðið verður haldið með ... meira

Scratch námskeið á Egilsstöðum

1. til 4. bekkur

14. Apríl 2018 - 15. Apríl 2018


Námskeið í Scratch forritun fyrir 1. - 4. bekk verður haldið frá 14. - 15. apríl næstkomandi. Scratch tólið er eitt vinsælasta tólið til að kenna ungum börnum grunnatriði forritun. Þar kynnast ... meira

Pantaðu námskeið núna fyrir þinn skóla, félagsmiðstöð eða ef þú hefur sambærilegt rými til yfirráða.

Panta námskeið

Styrkja Kóder.is

Hægt er að styrkja Kóder.is með margvíslegum hætti. Ein vinnustöð samanstendur af Raspberry Pi og jaðartækjum (skjár, lyklaborð, mús, SD kort og kaplar) og kostar u.þ.b. €150 evrur (um 21 þúsund kr). Til að halda kostnaði niðri setjum við vinnustöðina saman sjálf.

Einnig er hægt að styrkja einstaka þáttakendur með fríu plássi með styrk upp á €75 evrur (um 10.000 þúsund krónur).

Hafðu samband við okkur ef þú eða fyrirtæki þitt getur hjálpað.

Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir styðja við bakið á okkur ásamt fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt okkur lið.

Hafa samband

Sendu okkur póst ef þú vilt fá frekari upplýsingar um samtökin, námskeiðin, til að panta námskeið í þínu hverfi eða til að styrkja Kóder.is

Senda fyrirspurn

Kóder.is

Áhugi barna á tölvutækni helst ekki í hendur við framboð á námi og verð á námskeiðum í forritun fyrir krakka eru ekki viðráðanleg fyrir tekjulægstu hópa samfélagsins. Við viljum að ungir krakkar geti sótt þetta nám án þess að þurfa að ferðast langar leiðir og greiða fyrir það háar upphæðir. Til að læra forritun er ekki þörf á dýrum vélbúnaði og með því að koma með námskeiðið í þeirra hverfi er ekki þörf fyrir samtökin að reka húsnæði.

Þú getur notað formið hér til að senda okkar póst eða sent okkur póst beint á koder [at] koder.is